Viðfangsefni stjórnmálafræðinnar | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðfangsefni stjórnmálafræðinnar

Það er ómögulegt að telja upp öll viðfangsefni stjórnmálafræðinnar hér en svo að örfá dæmi séu nefnd leitast stjórnmálafræðin við að svara spurningum eins og:

 • Hvernig skipuleggjum við samfélag okkar til að hámarka frelsi, jafnræði og velsæld?
 • Þýðir lýðræði í raun og veru að almenningur ráði einhverju? 
 • Hvaða þættir leiða til þess að ríki há stríð? 
 • Hvernig hefur stjórnskipan nýrra lýðræðisríkja (t.d. Írak) áhrif á möguleika þeirra til að viðhalda lýðræði? 
 • Hvers vegna eru sum ríki viljugri en önnur til að taka þátt í alþjóðasamstarfi, hvort sem um er að ræða Evrópusambandið eða Kyoto-sáttmálann? 
 • Eru kjósendur skynsemisverur eða láta þeir tilfinningarnar ráða för?

Í náminu öðlast nemendur  m.a. þekkingu á:

 • Íslenskum stjórnmálum: Íslenska stjórnkerfinu og þróun þess ásamt skipulagi, starfsemi og sögu stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka á Íslandi.
 • Samanburðarstjórnmálum: Stjórnmálum einstakra landa og heimshluta í dag og þróun stjórnmála í mismunandi löndum.
 • Alþjóðasamskiptum: Þróun alþjóðasamskipta og áhrifum helstu geranda í heiminum á hverjum tíma. Hlutverki og áhrifum alþjóðastofnana í alþjóðasamskiptum og stjórnmálum innanlands.
 • Opinberri stjórnsýslu og stefnumótun: Hlutverki, skipulagi og helstu verkefnum opinberrar stjórnsýslu. Samspili markaða og stjórnmála, og opinberri stefnumótun.
 • Stjórnmálakenningum: Kenningahefðum stjórnmálafræðinnar. Skýrandi og boðandi kenningum. Mismunandi sýn á manninn og skipulag mannlegs samfélags.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.