Skip to main content

Sumarnám við Nordic Centre í Kína sumarið 2024

- English below -

Umsóknarfrestur er 26. febrúar 2024.

Nemendum Háskóla Íslands býðst að sækja um sumarnám við Nordic Centre í Fudan háskóla í Sjanghæ. Þetta er einstakt tækifæri til að taka hluta af háskólanáminu við einn af þremur bestu háskólum Kína og kynnast viðskiptahöfuðborginni Sjanghæ.

Um er að ræða námskeiðið Business and Innovation in China dagana sem fer fram 1.-12. júlí. Námskeiðið er ætlað nemendum í framhaldsnámi og nemendum á þriðja ári í grunnnámi. Það er 5 ECTS einingar og er mögulegt að einingar verði metnar sem hluti af náminu við HÍ.  

Sem félagi að Nordic Centre samstarfinu við Fudan háskóla getur Háskóli Íslands tilnefnt þrjá nemendur í sumarnámið. Námskeiðsgjöld eru um 20.000 kr. og innifalið í þeim eru m.a. vettvangsferðir í fyrirtæki og stofnanir í Sjanghæ, gestafyrirlestrar og fleiri viðburðir. Nemendum stendur til boða húsnæði á stúdentagörðum gegn vægu gjaldi.

Nánari upplýsingar

Rafræn umsókn

Umsóknum er skilað inn rafrænt ásamt fylgiskjölum í viðhengi.

Fylgigögn (hengja sem viðhengi með umsókn):

  • Námsferilsyfirlit með árangursröðun (fæst á Þjónustuborði)
  • Kynningarbréf (1 bls.)

Við mat á umsóknum er tekið tillit til kynningarbréfs, einkunna, framgangs í námi og viðtals (ef til kemur). 

Umsóknarfrestur er 26. febrúar 2024. 

Frekari upplýsingar eru veittar á Alþjóðasviði í síma 525 4311 eða með því að senda tölvupóst á outgoing.international@hi.is 
---

Summer Program at the Nordic Centre China, Fudan University, 2024

Application Deadline is February 26, 2024

Students at the University of Iceland can apply for a Summer School at the Nordic Centre China at Fudan University in Shanghai. This is a unique opportunity to take a part of your university studies at one of China‘s three best universities and get to know Shanghai, the business capital of the country. 

The course on offer is titled Business and Innovation in China and takes place from 1-12 July. The course is intended for graduate level or students in their last year of undergraduate studies. The course is 5 ECTS credits and is possible to have evaluated towards a degree at the University of Iceland. 

As a member of the Nordic Centre, the University of Iceland can nominate three students. The course has a participation fee of about ISK 20.000,- that includes field trips to companies and organisations in Shanghai, guest lectures and more events. Students can stay at student dormitories for a modest fee.

Further information
 

Electronic application
Applications are submitted electronically along with accompanying documents in attachment.

Accompanying documents:

  • Transcript of records with ranking (available at the Service Desk in the University Centre (Háskólatorg)
  • Personal statement (1 page)

Application Deadline is 26 February, 2024.

For further information, please contact the International Division of the University of Iceland by phone 525 4311 or email outgoing.international@hi.is