Skip to main content

Tækifærið – ábyrgð á lífi og umhverfi

Tækifærið – ábyrgð á lífi og umhverfi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. mars 2021 12:00 til 13:00
Hvar 

ZOOM

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Erindi á vegum Félagsráðgjafardeildar, Félagsráðgjafafélags Íslands og RBF.

 

Í erindinu mun Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi, sérfræðingur hjá Virk fjalla um Tækifærið sem er nýjung í starfsendurhæfingu ætluð ungu fólki sem ekki hafa fengið tækifæri sem nýtast til að breyta lífi sínu til batnaðar.

 

Tækifærið – ábyrgð á lífi og umhverfi. Tækifærið, er nýjung í starfsþjálfun ætluð ungu langtímaatvinnulausu fólki sem ekki hefur fengið nægjanleg tækifæri til að breyta lífi sínu til batnaðar.

Grundvöllur Tækifærisins er ábyrgð, virðing, umburðarlyndi og umhverfisvernd. Áætlað er að Tækifærið hefjist haustið 2021. Þátttakendur munu búa saman ásamt starfsfólki og gera upp eldra húsnæði sem þarfnast viðhalds undir handleiðslu iðnaðarmanna. Markmið verkefnisins er  að fólk þrói með sér seiglu. Ein meginstoðin í hugmyndafræði Tækifærisins er nýting og umhverfisvernd. Flestir þátttakendur búa við fátækt því er mikilvægt að læra viðhald húsnæðis og hvernig haga má daglegu lífi á hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Áhersla er lögð á að þátttakendur búi saman í fjarlægð frá hamlandi aðstæðum og erfiðum samskiptum sem getur ýtt undir að fólk sjái möguleika á breytingum. Þátttakendur munu tilheyra hópi og eignast samstarfsfélaga og vini. Áhersla er lögð á að þátttakendur noti ekki áfengi og vímuefni á meðan Tækifærinu stendur.

Viðburður fer fram á Zoom

 Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi,sérfræðingur hjá Virk

Tækifærið – ábyrgð á lífi og umhverfi