Námskeið/Vinnustofa fyrir leiðbeinendur doktorsnema | Háskóli Íslands Skip to main content

Námskeið/Vinnustofa fyrir leiðbeinendur doktorsnema

Námskeið/Vinnustofa fyrir leiðbeinendur doktorsnema - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. nóvember 2021 13:00 til 15:00
Hvar 

Læknagarður

Stofa 229

Nánar 
Aðgangur ókeypis

30. nóv. kl. 13.00- 16.00

Markmið þessa stutta námskeiðs er að þátttakendur öðlist dýpri innsýn inn í nokkra mikilvæga þætti sem snúa að leiðbeiningu doktorsnema. Námskeiðið er jafnt fyrir þá sem hugsa sér að leiðbeina í framtíðinni og reynda leiðbeinendur. Það er byggt upp sem vinnustofa, þar sem þátttakendur skoða og greina hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

Ef erlendir þátttakendur mæta á námskeiðið verður kennt á ensku, annars á íslensku. 

Fjarfundarhlekkur: https://eu01web.zoom.us/j/65360016652
Meeting ID: 653 6001 6652

Þátttakendur eru beðnir um að kynna sér námsefni fyrir námskeiðið (Lee, 2008 eða Halse, 2011). Með þessu móti nýtist námskeiðstíminn betur. Flutt verða stutt innleggserindi en síðan byggist námskeiðið á umræðum og verklegum æfingum.

Aðalleiðbeinandi námskeiðsins er:
Ásta Bryndís Schram, PhD (námssálarfræði), dósent og kennsluþróunarstjóri HVS.

Hægt er að fá þátttökuvottorð sem gæti nýst við umsókn um framgang eða kennsluakademíu.

MEIRA

Hæfniviðmið:

Að námskeiði loknu getur leiðbeinandi:

 • lýst reglum HÍ og HVS um doktorsnám
 • skilgreint hlutverk, skyldur og ábyrgð nemenda
 • skilgreint hlutverk, skyldur og ábyrgð leiðbeinanda
 • lýst þeim eiginleikum sem einkenna góðan leiðbeinanda í huga nemandans skv. rannsóknum
 • útskýrt hvernig best sé að setja mörk, t.d. tímamörk, vegna leiðbeiningar
 • gert grein fyrir því hvernig traust myndast milli leiðbeinanda og nemanda
 • beitt aðferðum til að leysa ágreining

Drög að dagskrá vinnustofu:

 1. Um reglur HÍ og HVS í doktorsnámi
 2. Ég – leiðbeinandinn. Hvers konar leiðbeinandi er ég? Hvert er hlutverk mitt? Til hvers ætlast ég af doktorsnemanum? – verkleg æfing (self-reflection)
 3. Hlutverk og ábyrgð leiðbeinenda/doktornema - Innlegg PPT– umræður (leiðbeinendastílar/-aðferðir, ólíkar væntingar, o.fl.)
 4. Reyndir leiðbeinendur segja frá
 5. Áskoranir í starfi leiðbeinenda og viðbrögð. Innlegg PPT – umræður (Samskipti, samstarf við með-leiðbeinendur, vandamál eða áskoranir sem koma upp. Hvernig brugðist er við þeim).

Lesefni:

Vinsamlegast lesið aðra hvora greinina fyrir námskeiðið, Lee eða Halse.

 1. Lee, A. (2008). How are doctoral students supervised? Concepts of doctoral research supervision. Studies in Higher Education, 33(3), 267-281. (landsaðgangur). Centre for Learning Development, University of Surrvey, Surrey,UK.
 2. Halse (2011) "Becoming a supervisor": the impact of doctoral supervision on supervisors' learning. Studies in Higher Education, 36 (5), 557-570. (landsaðgangur).