Skip to main content

Miðbiksmat í Efnaverkfræði - Aysan Safavi

Miðbiksmat í Efnaverkfræði - Aysan Safavi  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. nóvember 2021 15:00 til 16:00
Hvar 

VR-II

Stofa 158

Nánar 
Fer fram á ensku

Heiti ritgerðar: Lítil gösunarkerfi fyrir líforkuframleiðslu

Doktorsefni: Aysan Safavi

Doktorsnefnd: 
Dr. Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands
Dr. Christiaan Petrus Richter, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands

Ágrip 

Fyrir nokkrum árum var nokkrum sorpbrennslum á Íslandi lokað vegna eiturmengunar (díoxín og fúran) sem greindust í jarðvegssýnum í umhverfinu ásamt kjöt- og mjólkurafurðum. Enn hafa engar hagkvæmar og umhverfisvænar lausnir fyrir meðhöndlun lífræns úrgangs komið í stað sorpbrennslanna. Markmiðið doktorsverkefnisins er að aðlaga gösun sem græna lausn til að farga lífrænum úrgangi og draga úr losun eiturefna sem myndast við förgun hans. Þetta er aðferð sem er áhugaverð því gösun lífræns úrgangs er almennt viðurkennd sem hagkvæm og umhverfislega sjálfbær tækni fyrir líforkuframleiðslu. Hún stuðlar einnig að minni losun á lofttegundunum CO2, NO2 og SO2. Með því að gasa lífrænan úrgang bjóðast tækifæri á skilvirkri úrgangsstjórnun. Samhliða því að nýtast sem aðferð til förgunar lífræns úrgangs þá er hægt er að nota þær lofttegundir sem myndast við gösunina (syngas) í stað jarðefnaeldsneytis, t.d. til að framleiða hita- og rafmagn, og til framleiðslu á ýmsum efnavörum. Ávinningur af notkun gösunartækninnar getur verið sjálfbærni og svæðisbundin efnahagsþróun. Í samanburði við hefðbundna sorpbrennslu getur gösun orðið til umtalsverðrar minnkunar kolaösku og eiturefna eins og díoxíns og fúran. Gösunartæknin er einnig í eðli sínu betur viðráðanleg.

Aysan Safavi

Miðbiksmat í Efnaverkfræði - Aysan Safavi