Skip to main content

Meistarafyrirlestur í jarðfræði - Rebecca Chaya Feldman

Meistarafyrirlestur í jarðfræði - Rebecca Chaya Feldman - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. maí 2020 14:00 til 15:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt á slóðinni: https://eu01web.zoom.us/j/4960106233

Meistaranemi: Rebecca Chaya Feldman

Heiti verkefnis: Gjóskan úr Hálsagígum - aldur, efnasamsetning, útbreiðsla og rúmmál

___________________________________________

Deild: Jarðvísindadeild

Leiðbeinandi: Esther Ruth Guðmundsdóttir, dósent við Jarðvísindadeild

Aðrir í meistaranefnd: Guðrún Larsen, fræðimaður við Jarðvísindastofnun Háskólans og Bergrún Arna Óladóttir, rannsóknarsérfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans.

Prófdómari: Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum Orkurannsóknum (ISOR)

Ágrip

Gjóskulög frá Hálsagígum og Rauðhól syðri á suðvesturhluta Grímsvatnakerfisins, ásamt Botnahrauni í Meðallandi eru samtíma myndanir úr gosi á um átta km langri slitróttri gossprungu fyrir um 5300 árum. Gjóskulagið úr Hálsagígum (HAG) og gjóskulagið úr Rauðhól (RAG) finnast á sama stað í gjóskulagaskipan svæðisins. Þau voru tímasett í tveim lykilsniðum samkvæmt þykknunarhraða jarðvegs milli leiðargjóskulaga af þekktum aldri. Gjóskulagið frá Hálsagígum féll á Botnahraun meðan það var heitt og á hreyfingu, svo um samtímamyndun er að ræða.

Hálsagígagjóskan barst til vesturs og suðurs og myndar tvo afmarkaða geira, en gjóskugeirinn til suðurs er að hluta hulinn yngri hraunum og árframburði. Rúmmál gjóskunnar er ~0.03 km3. Kornagerð bendir til að sprengivirknin í Hálsagígum hafi verið af strombólskri gerð og hæð gosmakkar allt að sjö km, en dreifing gjóskunnar og kornastærð (D/F%) skilgreina hana sem sub-plíníska. Rauðhólsgjóskan myndar geira til vesturs og liggur ofaná Hálsagígagjóskunni þar sem þær finnast saman. Kornagerð Rauðhólsgjóskunnar breyttist með tíma í gosinu, úr fínkorna, lagskiptri og öskuríkri gjósku yfir í grófara gjall, sem bendir til að vatn hafi haft áhrif á sprengivirknina í fyrstu. Rúmmál Rauðhólsgjóskunnar er lítið en var ekki metið.

Aðalefnasamsetning gjósku úr Hálsagígum og Rauðhól er dæmigerð fyrir Grímsvatnakerfið. Engar breytingar með tíma fundust í gjóskunni frá Hálsagígum. Samsetning gjóskunnar úr Rauðhól breytist lítillega með tíma. Efnasamsetning bergsýna (XRF greiningar) úr Botnahrauni úr fyrri rannsóknum er í viðunandi samræmi við glerefnagreiningar miðað við aðra greiningaraðferð.