Meistarafyrirlestur í byggingarverkfræði - Jón Snorri Jóhannsson | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistarafyrirlestur í byggingarverkfræði - Jón Snorri Jóhannsson

Hvenær 
26. maí 2020 13:30 til 15:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt: https://eu01web.zoom.us/j/63324963493?pwd=TWRkclVwMG5na1FSbGNYUE45OEdndz09

 Meistaranemi: Jón Snorri Jóhannsson

Heiti verkefnis: Stífnieiginleikar lífræns jarðvegs metnir með MASW aðferð

___________________________________________

Deild: Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Leiðbeinandi: Sigurður Erlingsson, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Einnig í meistaranefnd: Elín Ásta Ólafsdóttir, nýdoktor

Prófdómari: Leifur Skúlason Kaldal, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Hnit.

Ágrip

Í mörgum verkefnum tengdum byggingarverkfræði, er þekking á jarðtæknilegum eiginleikum jarðvegsins nauðsynleg. Til eru margar mismunandi aðferðir við að útvega þessa eiginleika og koma þær allar með sínum kostum og göllum. Ein af þessum aðferðum er Multichannel Analysis of SurfaceWaves (MASW) sem er tiltölulega ný aðferð þar sem yfirborðsbylgjur eru myndaðar til mæla skúfbylgjuhraða. MASW er bæði ódýr og fljótleg í framkvæmd, sem gerir hana einnig umhverfisvæna. Hægt er að flytja allan nauðsynlegan búnað í 1 m3 boxi og mælingarnar valda engum varanlegum skemmdum á yfirborði staðarins. MASW aðferðinni er skipt niður í þrjá megin hluta: mælingar, dreifingargreining og andhverfugreining. MASW mælingar hafa áður verið gerðar á Íslandi og voru þær notaðar sem heimildir og grunnur fyrir ritgerðina. Meginmarkmið verkefnisins er að bæta við MASW þekkingu hér á landi með því að skoða MASW mælingar sérstaklega í mýrlendi og lífrænum jarðvegi. Fyrir verkefnið, voru framkvæmdar mælingar á tveimur stöðum á suðvestur horni Íslands. Mælingarnar voru teknar með mörgum mismunandi uppstillingum á mælunum sem hafði þó nokkur áhrif á gæði gagnanna. Gögn frá einni aukastaðsetningu voru notuð í verkefninu. Niðurstöður MASW mælinganna voru bornar saman við margar útfærslur af fylgnisjöfnum á CPT-VS ásamt CPT gögnum frá Vegagerðinni.