Skip to main content

Með fróðleik í fararnesti - Margt býr í Öskjuhlíðinni

Hvenær 
23. september 2017 11:00 til 13:00
Hvar 

Annað

Brottför frá Nauthólsvík

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Leynileg neðanjarðarhús, skrítin listaverk, gull, kanínur og trjákofar er meðal þess sem finna má í Öskjuhlíðinni. Þar er alltaf eitthvað sem kemur á óvart og alls konar hlutir sem leynast í skógarrjóðrum og grjótnámum svæðisins. Í þessari ferð, sem farin verður laugardaginn 23. september kl. 11, verður genginn hringur um Öskjuhlíðina í fylgd með Stefáni Pálssyni, sagnfræðingi og stundakennara við Háskóla Íslands. Hann mun fræða okkur um sögu og samfélag og kannski eilítið um jarðfræði. Brottför frá Nauthólsvík og er reiknað með að ferðin taki tvær klukkustundir. Gestir eru hvattir til að koma með nesti og klæða sig auðvitað eftir veðri.

Gangan er hluti af verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands, Með fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í þessum áhugaverðu gönguferðum. Markmiðið með þeim er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.

Næsta ferð:

Laugardaginn 7. október kl. 13.30 - Fjöruferð í Gróttu