Skip to main content

Maurar á Íslandi

Maurar á Íslandi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. maí 2024 14:00 til 16:00
Hvar 

Perlan, 2. hæð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Það kemur mörgum á óvart að maurar finnist í Reykjavík og víðar á Íslandi. Á spennandi viðburði á 2. hæð Perlunnar sunnudaginn 5. maí kl. 14-16 gefst fólki tækifæri til að kynnast þessum forvitnilegu dýrum, stöðu þeirra í vistkerfinu og hvað það þýðir fyrir lífríki Íslands að þeir finnist nú hér. Viðburðurinn er haldinn á vegum Náttúruminjasafns Íslands í samstarfi við Háskóla Íslands og Marco Mancini líffræðing en hann hefur stundað rannsóknir á maurum á Íslandi undanfarin ár.

Viðburðurinn er liður í Spennandi sunnudögum, viðburðaröð fyrir alla fjölskylduna sem Náttúruminjasafn Íslands býður upp á á sýningu safnsins, Vatnið í náttúru Íslands, í Perlunni. Þar gefst kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til að skemmta sér og tengjast náttúrunni á óvenjulegan og skemmtilegan hátt.

Aðgangur er ókeypis.

Það kemur mörgum á óvart að maurar finnist í Reykjavík og víðar á Íslandi. Á spennandi viðburði á 2. hæð Perlunnar sunnudaginn 5. maí kl. 14-16 gefst fólki tækifæri til að kynnast þessum forvitnilegu dýrum, stöðu þeirra í vistkerfinu og hvað það þýðir fyrir lífríki Íslands að þeir finnist nú hér.

Maurar á Íslandi