Skip to main content

Japanshátíð á netinu 2022

Japanshátíð á netinu 2022 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. janúar 2022 13:00 til 18:00
Hvar 

facebook.com/Japan.Festival.Iceland

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Boðið verður upp á glæsilega dagskrá á Japanshátíð Japönskudeildar Háskóla Íslands, sem í ár verður haldin á netinu þann 29. janúar. Hátíðin er haldin í samvinnu við Sendiráð Japans á Íslandi, Íslensk-japanska félagið og Vigdísarstofnun.

Hægt er að fylgjast með hátíðinni í gegnum facebook síðu hennar: facebook.com/Japan.Festival.Iceland

Dagskrá:

13:00   Origami-smiðja (á íslensku)
14:00   Viðtal við sendiherra Japans á Íslandi
15:00   Furoshiki vinnustofa
16:00   Viðtal við japanska handboltamenn á Íslandi
17:00   Fyrirlestur um laga- og félagslega stöðu LGBTQIA+ fólks í Japan