Háskólahlaupið 2019 | Háskóli Íslands Skip to main content

Háskólahlaupið 2019

Hvenær 
12. september 2019 15:00 til 16:30
Hvar 

Aðalbygging

Í skeifunni við Aðalbyggingu

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Háskólahlaupið 2019 fer fram fimmtudaginn 12. september kl. 15.

Hlaupið er opið bæði starfsmönnum og stúdentum  skólans og hægt verður velja á milli tveggja vegalengda, 3 km og 7 km.

Þriggja kílómetra hlaupaleiðin liggur m.a. með fram Suðurgötu, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri en sjö kílómetra leiðin í kringum Reykjavíkurflugvöll. Á lengri leiðinni verður boðið upp á tímatöku.

Skráning í Háskólahlaupið fer fram á netskraning.is og er þátttökugjald 2.500 kr. Innifalið í þátttökugjaldi er íþróttabolur merktur Háskólahlaupinu 2019.

Skráningarfrestur er til kl. 10 á hlaupadaginn sjálfan, 12. september.

Skrá mig í hlaupið

Kort af hlaupaleiðum
3 km hlaupaleið 

7 km hlaupaleið

Þetta er í tólfta sinn sem Háskólahlaupið fer fram með núverandi fyrirkomulagi en það er nú í annað sinn haldið að hausti.

Nánar um hlaupið

Háskólahlaupið 2019 fer fram fimmtudaginn 12. september kl. 15.

Háskólahlaupið 2019