Skip to main content

Græn skuldabréf

Græn skuldabréf - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. maí 2022 12:00 til 13:00
Hvar 

Lögberg

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Græn skuldabréf: Samspil sjálfbærra fjármála og skuldabréfamarkaða við útgáfu grænna skuldabréfa

Opin vörn meistararitgerðar Guðrúnar Gígju Sigurðardóttur í lögfræði

Græn skuldabréf hafa rutt sér til rúms sem mikilvægur liður í sjálfbærum fjármálum, en þau fela í sér að útgefandi undirgengst að ráðstafa söluandvirði skuldabréfs til fjármögnunar umhverfistengdra verkefna. Heimar sjálfbærra fjármála og hefðbundinna skuldabréfamarkaða mætast í grænum skuldabréfum. Í hraðri þróun grænna skuldabréfa hafa markaðsaðilar þurft að semja sínar eigin leikreglur sem hafa ekki lagagildi og skortir formlegt eftirlit. Á sama tíma eru skuldabréf hefðbundnir fjármálagerningar og við útgáfu þeirra ríkir lagaumgjörð fjármálamarkaða, frá frumútboði skuldabréfa og þar til þau hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum markaði.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um gildandi réttarumhverfi grænna skuldabréfaútgáfna, með tilliti til sjálfbærra fjármála og skuldabréfamarkaða auk samspils þessara þátta. Einnig verður vikið að fyrirhugaðri lögfestingu Evrópusambandsins á staðli fyrir svonefnd evrópsk græn skuldabréf. Fjallað verður um kerfislegan lögmætisvanda grænna skuldabréfa, möguleika fjármálamarkaðarins á styrkingu trúverðugleika græna skuldabréfamarkaðarins, grænar samningsskuldbindingar og framtíðarsýn. Helstu þættir rannsóknarinnar og helstu niðurstöður verða dregnar saman.

Að loknu erindi Guðrúnar Gígju verður boðið upp á fyrirspurnir og umræður.

Leiðbeinandi: Friðrik Ársælsson, aðjúnkt og lögmaður
Prófdómari: Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður

Öll velkomin.

Opin vörn meistararitgerðar Guðrúnar Gígju Sigurðardóttur í lögfræði

Græn skuldabréf