Skip to main content

Fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins: Innflytjendur og flóttafólk

 Fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins: Innflytjendur og flóttafólk - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. maí 2024 12:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

HI-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Tveir fyrirlestrar verða á dagskrá miðvikudaginn 15. maí í fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins um innflytjendur og flóttafólk. Yfirskrift erinda er „Aðlögun og inngilding innflytjenda í samfélagið“.

Fyrra erindi:

Efnahagsleg samlögun innflytjenda á Íslandi:
Kolbeinn Stefánsson, dósent í Félagsráðgjafadeild. 

Það eru ýmsar leiðir til að meta aðlögun og inngildingu innflytjenda í samfélagið. Ein vísbending er að greina hvernig þeim vegnar á vinnumarkaði, svo sem að bera saman atvinnutekjur þeirra og sambærilegra innfæddra og hvort tekjur innflytjenda batna samfara lengri dvöl á landinu. Í þessu erindi verða kynntar greiningar á grundvelli skráargagna Hagstofu Íslands þar sem atvinnutekjur mismunandi innflytjendahópa eru bornar saman við atvinnutekjur vinnandi fólks með íslenskan bakgrunn og þróun þeirra rakin fyrir tíma að teknu tilliti til kyns, aldurs, menntunar og fjölda ára búsetu á landinu. Niðurstöðurnar benda til þess að nokkur munur sé á innflytjendum eftir uppruna þeirra en að almennt batni tekjur innflytjenda þegar dvölin lengist og nálgist tekjur sambærilegra einstaklinga með íslenskan bakgrunn án þess þó að þeir nái þeim að fullu.

Seinna erindi:

Jafnrétti og bann við mismunun á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna:
Brynhildur Flóvenz, dósent í Lagadeild.

Forsenda aðlögunar og inngildingar innflytjenda í samfélagið er jafnrétti og bann við mismunun hvort heldur er innan eða utan vinnumarkaðar. Í erindinu verður fjallað um hvort og þá hvernig íslensk lög tryggja jafnrétti og bann við mismunun gagnvart innflytjendum.  Einkum verður fjallað um lög nr. 85/2018 um jafna meðferð utan vinnumarkaðar og lög 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði og framkvæmd þeirra.

Slóð á streymi >

Fyrirlesarar: Kolbeinn Stefánsson, dósent í Félagsráðgjafadeild og Brynhildur Flóvenz, dósent í Lagadeild.

 Fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins: Innflytjendur og flóttafólk