Skip to main content

Framtíðardagar Háskóla Íslands undirbúningur fyrir atvinnulífið

Framtíðardagar Háskóla Íslands  undirbúningur fyrir atvinnulífið - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. febrúar 2018 11:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

Litla torg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands stendur fyrir metnaðarfullri dagskrá á Framtíðardögum 12. - 16. febrúar sem ætlað er að aðstoða stúdenta og aðra áhugasama við undirbúning fyrir atvinnulífið. Sérfræðingar innan Háskóla Íslands og fulltrúar víða úr íslensku atvinnulífi taka virkan þátt í dagskránni.

Dagskráin fer fram alla daga vikunnar milli kl. 11 og 13 á Litla torgi Háskólatorgs þar sem bæði stúdentar og fólk víða úr atvinnulífinu deilir reynslu sinni á vinnumarkaði. Fjallað verður um margvísleg málefni:

Hvernig best er að leita að starfi með góðri ferilskrá

Hvernig skiptinám og starfsþjálfun erlendis getur aukið starfsmöguleika stúdenta

Hvernig best er að haga undirbúningi þannig að niðurstaðan verði boð um atvinnu

Mikilvægi faglegs orðspors og faglegs tengslanets

    Dagskrá Framtíðardaga verður í anda starfsferilskrár þar sem áhersla er á einstaklinginn sjálfan, menntun hans, störf, reynslu og fagleg tengsl. Hún hefst mánudaginn 12. febrúar kl. 11 með ávarpi rektors og síðan rekur hvert dagskráratriði annað.

    Þá mun fjármála- og atvinnulífsnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands taka þátt í dagskránni þar sem núverandi og fyrrverandi stúdentar segja frá því hvernig þátttaka í margvíslegu félagsstarfi og verkefnum innan Háskólans hefur hjálpað þeim að feta sig áfram á vinnumarkaði. Tengslatorg HÍ, vefur sem helgaður er atvinnumálum stúdenta, verður kynntur rækilega og sömuleiðis möguleikar LinkedIn til að efla faglegt tengslanet.

    Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á www.nshi.hi.is/framtidardagar

    Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

    Gengið til móts við framtíðina

    Framtíðardagar Háskóla Íslands  undirbúningur fyrir atvinnulífið