Skip to main content

Flóð sem framtíðarstef: Um loftslagsorðræðuna í Japan

Flóð sem framtíðarstef: Um loftslagsorðræðuna í Japan - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. mars 2019 16:30 til 17:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Fyrirlestrasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kristín Ingvarsdóttir

Umræðan um loftslagsmál í Japan hefur fengið byr undir báða vængi eftir hamfarasumar á síðasta ári þar sem hundruðir létust í óvenjulegum ofsarigningum, flóðum, aurskriðum og hitabylgjum. Myndir af bæjum á floti minna vægðarlaust á þá staðreynd að nokkrar af stærstu og efnahagslega mikilvægustu borgum landsins eiga á hættu að sökkva í sæ ef sjávarborð rís. Á sama tíma og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans hvetur ríki heims til að takast á við loftslagsvandann er Japan meðal þeirra ríkja sem fær falleinkunn fyrir loftslagsaðgerðir. Eru stóru yfirlýsingarnar kannski bara orðin tóm? Og ef svo er, hvaða öfl knýja þá loftslagsvagninn í þriðja stærsta efnahagsveldi heims? Í fyrirlestrinum verður stiklað á stóru um þróun loftslagsorðræðunnar í Japan síðan Kýótósáttmálinn var undirritaður árið 2005 og stóru viðfangsefnin skoðuð út frá m.a. mikilvægum hugmyndum, fyrirsögnum og slagorðum.

Þriðjudagsfyrirlestrar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

facebook

Flóð sem framtíðarstef: Um loftslagsorðræðuna í Japan

Flóð sem framtíðarstef: Um loftslagsorðræðuna í Japan