Skip to main content

Barátta ísraelskra kvenna í friði og stríði

Barátta ísraelskra kvenna í friði og stríði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. september 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Þjóðminjasafnið

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hernaðarskylda kvenna varð lögboðin í Ísrael fljótlega eftir stofnun ríkisins árið 1948. Þrátt fyrir að konur séu skyldugar til að gegna herþjónustu, þá hefur konum ekki verið leyft að vera hluti af átakasveitum, fyrr en á síðustu áratugum, og þá á frjálsum grundvelli. Þessi breyting hefur vakið upp margar spurningar, en ísraelskar konur þurfa að takast á við ýmsar áskoranir þegar kemur að karlægu feðraveldiskerfi hersins.

Samtímis eru til öflugar kvennahreyfingar í Ísrael, þar sem ísraelskar, arabískar og palestínskar konur hafa mótmælt hernáminu og unnið saman að því að stuðla að upplýstri umræðu og aukinni vitund um kostnað hervæðingar.

Á þessum fundi munu Dr. Ayelet Harel-Shalev og Dr. Sarai Aharoni frá Ben-Gurion Háskólanum í Negev ræða feminísma og jafnrétti í tengslum við stríð og frið í Ísrael í dag.

Fundarstjóri: Silja Bára Ómarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði

Fundurinn mun fara fram á ensku og er opinn öllum

Barátta ísraelskra kvenna í friði og stríði, opinn fundur í Þjóðminjasafninu

Barátta ísraelskra kvenna í friði og stríði