Skip to main content

Áfangamat: Ólafur Örn Bragason

Áfangamat: Ólafur Örn Bragason  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. maí 2024 13:00 til 14:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

K-205

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þróun lögreglufræði sem háskólagreinar á Íslandi

Rannsóknin beinist að því að skoða tilfærslu lögreglufræðináms frá framhaldsskólastigi til háskólastigs á Íslandi. Sérstaklega verður skoðuð orðræða í stefnuskjölum sem undirbjuggu þessar breytingar, áhrif breytinganna á mat nemenda á nýrri hæfni, og hvernig lögreglumenn og stjórnendur upplifa nýja, þekkingarmiðaða nálgun í lögreglufræðinámi.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Ólafur rannsóknarskýrslu sína kl. 13–14 í stofu K-205 í Stakkahlíð og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt er að fylgjast með á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/62926895215   

Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Mennta­vísinda­svið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Prófdómarar eru dr. Sarah Charman prófessor við Háskólann í Portsmouth, Bretlandi og dr. Oscar Rantatalo dósent við Háskólann í Umeo, Svíþjóð.  Aðalleiðbeinandi er dr. Guðrún Geirsdóttir dósent við Menntavísindasvið, HÍ og meðleiðbeinandi dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir dósent við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Steingerður Ólafsdóttir er ritari.