Skip to main content

5. þáttur - Heilsuhegðun ungra Íslendinga

5. þáttur - Heilsuhegðun ungra Íslendinga - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. júní 2021 16:00 til 17:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heilsuhegðun ungra Íslendinga er nýtt vísindahlaðvarp um heilsu og lifnaðarhætti ungs fólks hér á landi. Hlaðvarpið byggir á samnefndri langtímarannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands. Í hverjum þætti eru fengnir til samtals vísindamenn sem koma að rannsókninni og ræða þeir niðurstöður sínar á mannamáli við ungt fólk á framhaldsskólaaldri.

Í fimmta þætti er rætt um andlega líðan ungmenna, kyrrsetu og skjánotkun ungs fólks. Dr. Sunna Gestsdóttir lektor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, Elfa Óskarsdóttir, nemi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, skiptast á skoðunum um hvern farið er að því að styrkja andlega heilsu. Tölvunotkun, skyndibiti og félagaþrýstingur er meðal þess sem ber á góma. 

Þátturinn er að gengilegur á öllum helstu streymisveitum og á heilsuhegdun.hi.is

Heilsuhegðun ungra Íslendinga er nýtt vísindahlaðvarp um heilsu og lifnaðarhætti ungs fólks hér á landi.

5. þáttur - Heilsuhegðun ungra Íslendinga