Skip to main content

Um MA-nám í sagnfræði

Í sagnfræði er boðið upp á framhaldsnám til MA-prófs og doktorsgráðu. Sagnfræði er fræðigreinin um mannleg samfélög og einstaklinga, um stjórnkerfi þeirra og stjórnmál, frelsi og ófrelsi, atvinnuvegi og efnahagslíf, hvers konar lifnaðarhætti og menningu í víðasta skilningi. Í sagnfræði eru samfélög könnuð eins langt aftur í tíma og heimildir leyfa og oft skoðuð í löngum tímasniðum.

MA-nám til 120 eininga: Tveggja ára nám með áherslu á vísindalega þjálfun og sjálfstæð vinnubrögð.

Doktorsnám til 180 eininga: Markmið doktorsnáms er að veita doktorsnemum vísindalega þjálfun og búa þá undir vísindastörf, t.a.m. háskólakennslu eða sérfræðingsstörf hjá vísindalegum rannsóknastofnunum. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Hugvísindastofnunar.

Kennsluhættir
Kennsla í sagnfræði fer fram í fyrirlestrum, samræðuformi og semínaræfingum. Tímasókn er mikilvæg en því aðeins hafa menn gagn af henni að þeir komi vel undirbúnir og frumskilyrði er að hafa lesið þá texta sem fjalla á um hverju sinni.

Nánari upplýsingar
Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám. Upplýsingar um námið má nálgast í kennsluskrá.