Skip to main content

Caltech – styrkur til rannsóknaverkefnis sumarið 2024

-English below-

Sumarið 2024 gefst nemendum í grunnnámi í verkfræði og raunvísindum tækifæri til að vinna rannsóknarverkefni við California Institute of Technology (Caltech). Caltech, sem er í Pasadena, Kaliforníu, er einn fremsti rannsóknaháskóli heims og leggur áherslu á raunvísindi og verkfræði. Verkefnið hefst 18. júní og stendur yfir í tíu vikur.

Háskóli Íslands og Caltech hafa átt í samstarfi um SURF (Summer Undergraduate Research Fellowship) sumarrannsóknaverkefni frá árinu 2008. Nemendur vinna tíu vikna rannsóknaverkefni undir handleiðslu reynds leiðbeinanda og býðst að auki að sækja málstofur og taka þátt í fjölbreyttu félagslífi. Nemendur hljóta 7.740 dollara styrk til dvalarinnar.

Ekki eru veittar einingar fyrir rannsóknaverkefnið, en sækja má um til deildar að það verði skráð í viðauka með prófskírteini (e. Diploma supplement). Þetta er einstakt tækifæri fyrir nemendur sem stefna á framhaldsnám í Bandaríkjunum.

----

Almenn skilyrði

 • Umsækjandi skal vera nemandi í grunnnámi við Háskóla Íslands í verkfræði eða raunvísindum (stærðfræði er undanskilin)
 • Umsækjandi skal hafa lokið tveimur námsárum hið minnsta þegar rannsóknarverkefnið hefst, en má þó ekki hafa lokið BS-gráðu
 • Meðaleinkunn umsækjanda skal að lágmarki vera 7,5

-----
Umsóknarferli

SÆKJA UM

Eftirfarandi fylgigögnum (á ensku) skal skila í umslagi merktu Caltech 2024 á Þjónustuborð, Háskólatorgi, fyrir lokun mánudaginn 15. janúar 2024.

Fylgigögn (öll á ensku):

 • Kynningarbréf (e. personal statement) hámark 600 orð, þar sem m.a. koma fram upplýsingar um rannsóknaráhugasvið nemanda
 • Staðfest námsferilsyfirlit ásamt árangursröðun (e. ranking) – fæst á Þjónustuborði á Háskólatorgi
 • Tvenn meðmæli (e. letter of recommendation) frá kennara við deild umsækjanda. Meðmæli sendist beint til Alþjóðasviðs á ask@hi.is

Á grundvelli umsóknarinnar er hópi umsækjenda boðið í viðtal. Við val á styrkþega er m.a. horft til gæða umsóknar í heild, innihalds kynningarbréfs, námsferils, námsmarkmiða, framtíðaráforma, meðmæla og frammistöðu í viðtali. Háskóli Íslands tilnefnir nemendur til Caltech, sem aðstoðar við að útvega nemandanum leiðbeinanda. Nemandi og leiðbeinandi hans móta í sameiningu rannsóknaráætlun sem skilað er í maí.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Alþjóðasviði ask@hi.is / 525 4311. 

Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2024

//

Caltech – Grant for Summer Research 2024

Undergraduate students in science and engineering at the University of Iceland can apply to participate in the Summer Undergraduate Research Fellowships (SURF) program at the California Institute of Technology (Caltech). Caltech, located in Pasadena, California, is a world leading research institution that focuses on science and engineering. The program starts on 18 June and is a 10-week project.

UI and Caltech have collaborated on the SURF program since 2008, in which an undergraduate student carries out a 10-week research project under the guidance of a mentor. Students receive a $7,740 scholarship for the ten week period. In addition to the research experience, students are invited to attend a series of seminars and various social and cultural acitivites. 

The research project will not count towards a degree at UI, but students may request that it be included in the Diploma Supplement. It is an excellent opportunity for students that plan to pursue graduate studies in the United States.

----

Eligibilty requirements:

 • The applicant must be a UI undergraduate student in the fields of engineering or science (students majoring in mathematics are excluded)
 • The applicant must have completed at least two years of undergraduate studies by summer 2024 and will continue their studies in the fall of 2024
 • A minimum GPA of 7.5 is required

----
Application process

APPLY

Students fill out an online application and submit supporting documents (in English) in an envelope labeled “Caltech 2024” to the Service Desk, University Center before closing on Monday, January 15, 2024. 

Supporting documents (in English):

 • Personal statement (max 600 words) that should include specific information on the student´s research interests
 • Official transcript with ranking - available at the Service Desk, University Center
 • Two letters of recommendation, from teachers at the student’s faculty (sent directly to the International Division ask@hi.is)

Based on their application, a number of students will be interviewed. When selecting scholarship recipients, the overall quality of the application, the personal statement, particularly academic goals and future plans, and the interview are all taken into account. Students are nominated to Caltech by UI. Caltech will then assist in locating a potential mentor with whom the students will collaborate to define and develop a project as well as write a research proposal due in May.

For further information, please contact the UI International Division at ask@hi.is or 525 4311.

The application deadline is January 15, 2024