Skip to main content

Um MA-nám í listfræði

Meistaranám í listfræði gegnir því hlutverki að breikka og dýpka fræðilegan þekkingargrunn og faglega færni nemanda eftir BA-nám í greininni. Námið byggir á þekkingarfræðilegum og rannsóknartengdum námskeiðum, auk sjálfstæðra rannsóknarverkefna þar sem lögð er sérstök áhersla á það fræðasvið sem tengist íslenskri myndlistarsögu í alþjóðlegu fræðasamhengi. Í því sambandi er gert ráð fyrir virku samstarfi við söfn landsins um einstök námskeið þar sem nemendum gefst tækifæri til að kynnast faglegu umhverfi og sinna myndlistarrannsóknum frá miðöldum til samtímans.

Nánari upplýsingar í kennsluskrá Háskóla Íslands.