Um íslensku sem annað mál | Háskóli Íslands Skip to main content

Um íslensku sem annað mál

Nám í Íslensku sem öðru máli er kjörin leið fyrir þá sem vilja öðlast fræðilega og/eða hagnýta þekkingu á íslensku. Tvær námsleiðir eru í boði: BA-nám sem er í senn hagnýtt tungumálanám og almennt fræðilegt nám um íslenska tungu, bókmenntir og sögu Íslands og hagnýtt diplómanám sem er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast færni til að geta tekist á við frekara nám í íslensku sem öðru máli eða búa sig undir störf í íslensku samfélagi. Auk þessara skilgreindu námsleiða er boðið upp á hagnýtt námskeið fyrir byrjendur í íslensku, Icelandic – the basics, og námskeiðið Icelandic Culture, en þessi námskeið eru ætluð skiptinemum og nemendum úr öðrum deildum Háskóla Íslands. Aðeins er tekið við umsóknum einu sinni á ári og hefja nemendur jafnan nám að hausti.

Nám í Íslensku sem öðru máli hefur ótvírætt hagnýtt gildi og hefur reynst nemendum gott veganesti á lífsleiðinni. Nemendur eiga að loknu BA-námi að hafa öðlast nauðsynlegan grunn og fræðilega þekkingu á íslensku máli og menningu til að leggja stund á frekara íslenskunám. Nemendur eiga auk þess að hafa tileinkað sér sjálfstæði, víðsýni og gagnrýna hugsun sem nýtist þeim í námi og starfi. Margir hafa haldið áfram námi í íslensku eða skyldum greinum í heimalandi sínu eða hérlendis, enda veitir kunnátta í íslensku, byggð á fræðilegum grunni, mikla möguleika til frekara náms og rannsókna á mörgum sviðum málvísinda og bókmennta. Aðrir hafa sest hér að, lagt íslensku samfélagi lið og auðgað það. Þeir sem hafa traust og góð tök á tungumálinu og almenna þekkingu á íslenskri menningu standa betur að vígi í íslensku samfélagi en ella.


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.