Skip to main content

Upptökur af viðburðum á Jafnréttisdögum 2021

Reynsla nemenda með innflytjendabakgrunn af háskólanámi

Nemar með innflytjendabakgrunn úr háskólum landsins ræða reynslu sína af háskólanámi, hindranir sem hafa mætt þeim, stuðning sem þau hafa fengið og hvernig aðstoð þau myndu vilja sjá í námi sínu.

Renata Emilsson Pesková, doktorsnemi og aðjúnkt á Menntavísindasviði stjórnar viðburðinum.
Fawencha Rosa nemi í fatahönnun í Listaháskóla Íslands, Lenya Rún Taha Karim nemi í lögfræði við Háskóla Íslands og Wandari Desi Rosidayati nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands ræða reynslu sína.

Viðburðurinn var á vegum samráðsvettvangs jafnréttisfulltrúa háskólanna

Finding the right balance: Engaging men and boys in the prevention of gender-based violence

Speaker: Dr. Stephen R. Burrell, Assistant Professor, Durham University, UK.

In his talk, Dr. Burrell will focus on the issue of engaging men and boys in the prevention of gender-based violence. He will discuss his research on the topic in the context of universities, the business sector and in relation to Covid-times.

The talk will look at the opportunities, problems and nuances in relation to engaging men in this field.

Discussants:
Dr. Fiona MacDonald, Associate Professor, University of the Fraser Valley, Canada; Hjálmar G. Sigmarsson, Counsellor and prevention educator at Stígamót, Education and Counseling Center for Survivors of Sexual Abuse and Violence; and Svandís Anna Sigurðardóttir, LGBTIQ+ and Gender Equality Advisor at the City of Reykjavík.

Moderator: Arnar Gíslason, UI Equality Officer and PhD student in Gender Studies.

Starfsval í viðjum staðalímynda

Heilbrigðisvísindasvið HA, hjúkrunarfræðideild HÍ, jafnréttisfulltrúi HÍ, jafnréttisnefnd Landspítala og Menntavísindasvið HÍ efna til málþings um kynjað starfsval í viðjum staðalímynda.

Dagskráin er eftirfarandi:

14.00 – 14.05: Setning málþings. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

14.05 – 14.25: Slá á einkenni eða mæta undirliggjandi vanda. Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, kynjafræðingur og aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ.

14.25 – 14.40: Fjölgun karlmanna í hjúkrunarfræði; til hvers og hvernig? Gísli Kort Kristófersson dósent í hjúkrunarfræði við HA

14.40 – 14.55 : Stelpur og tækni - átak Háskólans í Reykjavík til að auka áhuga kvenna á tækninámi.
Þórunn Hilda Jónsdóttir verkefna- og viðburðastjóri í HR

14.55 – 15.10: Reynsla, upplifun og frásagnir kennslukarla. Andri Rafn Ottesen, kennslukarl í Garðaskóla

15.10 – 15.40: Umræður

Fundarstjóri: Þórður Kristinsson kennari og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Algild hönnun og Háskóli Íslands

Ráð um málefni fatlaðs fólks í samstarfi við Tabú standa fyrir fyrirlestrum og pallborðsumræðum um algilda hönnun og Háskóla Íslands.

Algild hönnun er skilgreind sem hönnun framleiðsluvara, umhverfis, áætlana og þjónustu sem allir geta nýtt sér, að því marki sem aðstæður leyfa, án þess að koma þurfi til sérstök útfærsla eða hönnun. Áherslan er ekki á aðgengi fyrir fatlað fólk sérstaklega heldur að komið sé til móts við mannlegan margbreytileika, þ.e. fólk með mismunandi langanir, eiginleika, hæfni og takmarkanir.

Snæfríður Þóra Egilson, prófessor í fötlunarfræði og Margrét Lilja Arnheiðardóttir, starfsmaður Öryrkjabandalags Íslands flytja fyrirlestra um efnið. Að erindum loknum taka pallborðsumræður við með aðilum frá Háskóla Íslands, Þroskahálp, Öryrkjabandalaginu og Tabú þar sem efni fyrirlestranna verður rætt áfram.

Fundarstjóri er Embla Guðrúnar Ágústsdóttir frá Tabú.

Viðburðurinn fer fram á íslensku, er táknmálstúlkaður og rittúlkaður á ensku.