Skip to main content

Háskóli Íslands á UTmessu 2021

Háskóli Íslands á UTmessu 2021 - á vefsíðu Háskóla Íslands

Velkomin í Háskóla Íslands

Háskóli Íslands er í fararbroddi íslenskra háskóla með sterkt tengsl við íslenskt atvinnulíf og virkur þátttakandi í alþjóðlegu vísinda- og fræðasamfélagi.

Háskóli Íslands er einn af samstarfsaðilum UTmessunnar og tekur virkan þátt í að miðla þekkingu og fræðslu á fjölbreyttum vísindum og tækni til samfélagsins.

Á þessum stafræna sýningarbás býðst þér, sem ráðstefnugesti UTmessunnar, eftirfarandi fróðleikur:

Upptökur af áhugaverðum fyrirlestrum um upplýsingatækni í skólastarfi sem fluttir voru á Menntakviku haustið 2020

Innan Háskóla Íslands er boðið upp á ótal námsleiðir sem tengjast upplýsingatækni og tölvugeiranum með ýmsum hætti. Í myndböndunum hér til hliðar geturðu kynnt þér námsleiðirnar og fundið þá sem hentar þínu áhugasviði

Hægt er að skoða allt framhaldsnám í Háskóla Íslands hér

Við hvetjum þig einnig til að fylgjast með skemmtilegri fræðsludagskrá Háskóla Íslands á UTmessu sem send verður út laugardaginn 6. febrúar.

Í þeirri dagskrá, sem er fyrir alla fjölskylduna, fá áhorfendur að kynnast fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands. 

Rætt verður við vísindafólk og nemendur um athyglisverðar rannsóknir og verkefni, ýmis tæki, tól og rannsóknarými verða skoðuð og þá verður Vísindasmiðja Háskóla Íslands heimsótt.

Útsendingin hefst klukkan 12:00 og hægt er að horfa á hana með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

 Dagskrá HÍ á UTmessu laugardaginn 6. febrúar