Ráðstefna um góða stjórnarhætti | Háskóli Íslands Skip to main content

Ráðstefna um góða stjórnarhætti

3. apríl 2018

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands efnir árlega til ráðstefnu um góða stjórnarhætti í samvinnu við hagsmunaaðila. Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi góðra stjórnarhátta, alþjóðlegum straumum og stefnum í stjórnarháttum og vinnu íslenskra stjórnarmanna við að efla stjórnarhætti. Fjöldi fyrirtækja hafa fengið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum eftir úttekt sérstakra úttektaraðila á stjórnarháttum og Rannsóknarmiðstöðvar í stjórnarháttum. Ráðstefnan verður haldin í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 10. apríl frá kl. 8:30-11:45.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er: Áhrif og ákvarðanir stjórna

Undanfarin ár hafa nokkrir af þekktustu sérfræðingum Norður-Ameríku og Evrópu haldið erindi á ráðstefnunni, ásamt leiðandi stjórnarmönnum og framkvæmdastjórum á Íslandi.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar Bob Garratt (www.garrattlearningservices.wordpress.com/about/), sem er einn af leiðandi hugsuðum Bretlands í stjórnarháttum. Garratt hefur unnið með fjölda stofnana (t.d. IMF) og háskóla við að efla góða stjórnarhætti. Hann hefur skrifað fjölda bóka um stjórnarhætti og sú nýjasta kom út á síðasta ári: Stop The Rot: Reframing Corporate Governance For Directors and Politicians.

Skráning hefst kl. 8:00

Dagskrá:

  •  8:30 - Kynning fundarstjóra á dagskrá

 Fundarstjóri: Eyþór Ívar Jónsson - forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti

  • 8:45 - Opnun ráðstefnu
  • 9:00 - Erindi aðalræðumanns um breytingar á stjórnarháttum Bob Garratt - Prófessor við Cass Business School, London.
  •  9:30 Hlé
  • 10:00 Stuttar kynningar stjórnarformanna fyrirmyndarfyrirtækja í góðum stjórnarháttum

Helga Björk Eiríksdóttir - stjórnarformaður Landsbankans Eyjólfur Árni Rafnsson - stjórnarformaður Eikar

  • 10:40 Pallborð um áhrif og ákvarðanatökur stjórna Stjórnarformenn, framkvæmdastjórar og hagsmunaaðilar íslenskra fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum ræða um áhrif og ákvarðanir stjórna í tengslum við góða stjórnarhætti.

Guðrún Hafsteinsdóttir - stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og SI

Þórður Magnússon - stjórnarformaður Eyrir Invest

Þórey S. Þórðardóttir - framkvæmdastjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða

Flóki Halldórsson - framkvæmdastjóri Stefnis

  • 11:20 Lokaorð - Hvað getum við gert betur?

Páll Harðarson - forstjóri Nasdaq á Íslandi

  •  11:30 Formleg afhending viðurkenninga Fyrirmyndarfyrirtækja
  •  11:45 Ráðstefnulok

Smelltu hér til að skrá þig á ráðstefnuna. 

Fyrirlesarar á ráðstefnunni

Netspjall