Skip to main content

Where are we heading? The entanglements of humans and things

Where are we heading? The entanglements of humans and things - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. október 2018 16:00 til 17:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands býður ár hvert virtum erlendum fræðimanni hingað til lands til að flytja Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar. Að þessu sinni var Ian Hodder, prófessor í fornleifafræði við Stanford háskóla, boðið og mun hann í fyrirlestri sínum fjalla um nýútkomna bók sína Where are we heading? The entanglements of humans and things sem kemur kom út hjá Yale University Press haustið 2018.

Ian Hodder hefur um árabil verið leiðandi á sviði kennilegrar fornleifafræði og gefið út fjölda greina og bóka á því sviði, eins og t.d. bækurnar Reading the Past (1994), The Archaeological Process (1999) og Entangled: An Archaeology of the Relationships between Humans and Things (2012). Þá stjórnaði hann fornleifauppgrefti í Catalhoyuk í Tyrklandi um árabil og markaði rannsóknin þar þáttaskil í sögu fornleifafræði á heimsvísu.

Ian Hodder prófessor í fornleifafræði við Stanford Háskóla flytur erindið Where are we heading? í hátíðarsal Háskóla Islands þriðjudaginn 23. október kl. 16-17.

Where are we heading? The entanglements of humans and things