Skip to main content

Vinnustofa um hagnýtingu átu og mesópelagískra tegunda

Vinnustofa um hagnýtingu átu og mesópelagískra tegunda - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. október 2018 9:00 til 2. október 2018 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands heldur í samstarfi við Matís og Hafrannsóknarstofnun áhugaverða vinnustofu um hagnýtingu átu og mesópelagískra tegunda í Hátíðasal Háskóla Íslands dagana 1. - 2. október 2018.

Viðburðurinn samanstendur af blöndu vísindafyrirlestra virtra sérfræðinga, kynningum úr iðnaðinum, umræður við styrktaraðila og aukalega session fyrir nemendur. Allir áhugasamir eru hvattir til að skoða  heimasíðu vinnustofunnar og skrá sig til leiks.https://matisevents.com/

Snemmbúin skráning stendur til 24. september 2018, en hægt verður að skrá sig allt fram að atburðinum sjálfum.

Innsending samantekta fyrir munnlegar kynningar og veggspjöld stendur til 24. september.

Skráningargjöld fyrir snemmabúna skráningu er 30 þús ISK fyrir iðnaðar- og rannsóknaraðila, en 12 þús ISK fyrir nemendur. Eftir 24. september hækkar gjaldið upp í 45 þús ISK fyrir iðnaðar- og rannsóknaraðila og 19 þús ISK fyrir nemendur. Innifalið í skráningargjöldunum er hádegismatur og hressing á meðan á vinnustofnunni stendur, ásamt ráðstefnukvöldverður þann 1. október.  

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Fyrir hönd skipulagsnefndar, María Guðjónsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild.