Skip to main content

Tæknibyltingar og mannleg samskipti á fjármálamörkuðum

Tæknibyltingar og mannleg samskipti á fjármálamörkuðum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. júlí 2019 13:15 til 14:15
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

VHV-023

Nánar 
Allir velkomnir

Opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands - í tengslum við EUSSSI ráðstefnuna

Námsbraut í Félagsfræði við Háskóla Íslands í samstarfi við Félagsfræðingafélag Íslands býður upp á opinn fyrirlestur með Dr. Karin Knorr Cetina, prófessor við háskólana í Chicago og Konstanz.

Prófessor Cetina er heimsfægur vísindamaður og hefur skrifað fjölda greina og bóka um mikilvægi menningar og auglitis til auglitis samskipta fyrir árangursríkt vísinda- og nýsköpunarstarf. Bók hennar Epistemic Cultures er löngu orðin klassískt verk á þessu sviði.

Á síðustu árum hefur prófessor Cetina fjallað mikið um það hvernig samskipti innan lítilla og oft þröngra hópa hafa ráðið miklu um starfsemi alþjóðlegra fjármálastofnana. Þessir hópar sem starfa í alþjóðlegu umhverfi og fylgja alþjóðlegu skipulagi, túlka alþjóða lög og reglur og móta þannig starfið í nærumhverfi sínu á mismunandi hátt og skapa nýjar svæðisbundnar venjur og hefðir sem geta verið afar breytilegar.

Fyrirlestur Prófessors Knorr Cetina ber heitið Minimal Interaction Order: Synthetic Actors and their Interaction with Humans og fjallar sérstaklega um mannleg samskipti á fjármálamörkuðum í ljósi alþjóðlegra og umfangsmikilla tæknibyltinga.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir!