Skip to main content

Stanford-háskóli og nytjaleyfissamningar

Stanford-háskóli og nytjaleyfissamningar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. október 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

HT-104

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mona Wan, aðstoðarframkvæmdastjóri tækniyfirfærslu hjá Stanford-háskóla, flytur hádegiserindi frá Stanford mánudaginn 14. október kl. 12 í stofu HT-104.

Í erindinu verður fjalla um reynslu tækniyfirfærsluskrifstofu Stanford-háskóla af nytjaleyfissamningum og yfirfærslu þekkingar fyrir, á meðan og eftir samningagerð við fyrirtæki og atvinnulíf. Komið verður inn á helstu hindranir í þessu ferli og reynslu og sýn Stanford-háskóla á yfirfærslu tækni til sprotafyrirtækja.

Mona Wan er aðstoðarframkvæmdastjóri tækniyfirfærsluskrifstofu Stanford-háskóla, sem þykir einna fremstur háskóla í nýsköpun og hefur starfað þar í 13 ár. Hún leiðir lífvísindahópinn og sér um allt frá mati á verkefnum til nytjaleyfissamninga á sviði lífvísinda og er hluti af framkvæmdastjórn stofunnar. Mona hefur unnið sem ráðgjafi á sviði hugverkaréttar, viðskiptaþróunar, samningagerðar og verkstjórnar fyrir fjölda fyrirtækja á sviði lífvísinda, m.a. Cellgate, Cyterix Pharmaceuticals, On-Q-ity og Microsonic Systems.

Mona er með BS-gráðu í efnaverkfræði frá MIT, MS-gráðu í efnaverkfræði frá Stanford-háskóla og MBA-gráðu frá sama skóla.

Mona Wan, aðstoðarframkvæmdastjóri tækniyfirfærslu hjá Stanford-háskóla, flytur hádegiserindi frá Stanford mánudaginn 14. október kl. 12 í stofu HT-104.

Stanford-háskóli og nytjaleyfissamnningar