Skip to main content

Smitandi æxlisfrumur í ljósi þróunar

Smitandi æxlisfrumur í ljósi þróunar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. febrúar 2018 12:20 til 13:00
Hvar 

Keldur

- Bókasafn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari: Sigurður Ingvarsson, prófessor og forstöðumaður á Keldum.

Æxlismyndun er þróunarfræðilegt ferli með flóknu samspili æxlisfrumunnar og þess líkama sem hún vex í. Smitandi æxlisfrumur eru sjaldgæft fyrirbæri, en þær geta smitast milli einstaklinga. Kynmök, bit og klór eru helstu smitleiðir hjá þeim tveimur dýrategundum sem helst hafa verið rannsakaðar m.t.t. smitandi æxlifruma, hundur og Tasmaníudjöfull. Upphaflega æxlisfruman sem smitar í tilfelli “Canine transmissible veneral tumours (CTVT)“ hefur þróast með hýslum sínum í nokkur þúsund ár og dreifst víða, meðan sú sem veldur „Tasmanian devil facial tumor disease (DFTD)“ er mun yngri og landfræðilega einangruð. Sjúkdómsmyndin í Tasmaníudjöfli er mun alvarlegri en hjá hundi og veldur oftast dauða. Einnig eru þekktar smitandi æxlisfrumur í rannsóknarstofumódelum í hömstrum. Sérstakt náttúruval hefur átt sér stað hjá smitandi æxlisfrumum og þær hafa m.a. svipgerð sem hjálpar þeim að sleppa frá ónæmisvörnum hýsilsins. Nýlegar uppgötvanir á smitandi æxlisfrumum í lindýrum benda til að þetta fyrirbæri gæti verið algengara  en áður var talið.