Skip to main content

Rými til þverfræðilegrar samvinnu um sjálfbærni með Liminal Coaching hugleiðsluaðferð

Rými til þverfræðilegrar samvinnu um sjálfbærni með Liminal Coaching hugleiðsluaðferð - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. júní 2019 13:00 til 16:00
Hvar 

Gimli

G-102

Nánar 
Skráning

Stund: Þri. 4. júní, kl. 13:00-16:00
Staður: Lögberg, LG-204  
Kennarar: Vala Ragnarsdóttir, prófessor og sjálfbærnisérfræðingur og Mike Parker Liminal leiðbeinandi

Skráning er á vef Kennslumiðstöðvar HÍ

Þriðjudaginn 4. júní kl. 13-16 halda Vala Ragnarsdóttir, prófessor og sjálfbærnisérfræðingur og Mike Parker, Liminal Coaching leiðbeinandi, vinnustofu í samvinnu við Kennslumiðstöð HÍ sem þau kalla Rými til þverfræðilegrar samvinnu um sjálfbærni. Markmið vinnustofunnar er að kanna hvernig nýta má aðferðir stýrðrar slökunar við að brjóta niður fræðilega múra til að takast saman á við sjálfbærnivandamál sem snúa að okkur öllum.

Vinnustofan miðar að því að upplýsa þátttakendur um sjálfbærni og kynna aðferð hugleiðslu til að auðvelda þverfræðilegt samstarf t.d. í loftlagsmálum. Í upphafi ræðir Vala Ragnarsdóttir þann vanda sem við stöndum frammi fyrir í loftlagsmálum og mikilvægi þverfræðilegrar samvinnu í því að takast á við þann vanda. Í framhaldinu kynnir Mike Parker hugleiðsluþjálfun Liminal Coaching sem nýta má til að ná slökun og innri ró til að geta tekist þverfærðilega á við vandamál.

Vinnustofunni lýkur með umræðu um það hvernig styrkja megi skilvirkari inngrip í átt að sjálfbærni.

Liminal Coaching

Liminal Coaching er vísindalega grunduð nálgun hugleiðslu til að skapa rými og einbeitingu hugans til að fást við þverfræðilegar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag.

Í Liminal Coaching er unnið með streitu, kvíða og vitsmunalegar hindranir. Þegar losað er um streitu og kvíða skapast rými til sköpunar sem síðan getur leitt til betur grundaðra lausna á flóknum vandamálum eins og loftlagsbreytingum.