Réttindi og staða barna í Finnlandi | Háskóli Íslands Skip to main content

Réttindi og staða barna í Finnlandi

Hvenær 
14. febrúar 2020 12:00 til 13:00
Hvar 

102 Lögberg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í erindi sínu mun Dr. Elina Pekkarinen, umboðsmaður barna í Finnlandi fjalla um það sem er efst á baugi í umræðu um réttindi og stöðu barna í Finnlandi.

Finnar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum svo sem lækkandi fæðingartíðni, á sama tíma og lífaldur fer ört hækkandi. Þá hefur andleg heilsa barna og auknar þarfir fyrir barnaverndarþjónustu hlotið vaxandi athygli á sama tíma og skólaskylda hefur verið lengd til 18 ára aldurs. Pekkarinen mun einnig ræða nýja barnastefnu sem nú er í mótun.

Öll velkomin.

Dr. Elina Pekkarinen, umboðsmaður barna í Finnlandi

Réttindi og staða  barna í Finnlandi