Skip to main content

Rannsóknastofa um námskrár, námsmat og námsskipulag

Rannsóknastofa um námskrár, námsmat og námsskipulag  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. mars 2019 12:30 til 14:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

E-301

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Rannsóknastofa um námskrár, námsmat og námsskipulag stendur nú fyrir þremur fundum um námskrár og námskrárþróun.
Sá fyrsti verður 25. mars, næsti í apríl og síðasti í maí.

Gestur fyrsta fundar verður J. J. van den Akker, rannsakandi og ráðgjafi á sviði námskrárfræða, fyrrverandi stjórnandi námskrárstofnunarinnar SLO og prófessor við Háskólann í Twente.

Hnattvæðingu fylgja örar breytingar á öllum sviðum, m.a. búsetu og skiptingu gæða, loftslagi, tækni og beitingu hennar og þekkingarsköpun og þar með menntun. Á fundunum verður m.a. rætt hvernig þessi þróun birtist í menntastefnu stjórnvalda, innleiðingu í starfi skóla og loks sem reynsla og námsárangur nemenda?  Hvað verður um hinar hefðbundnu námsgreinar og menntagildi þeirra? Viðmiðunarstundaskrár? Námsmat? Próf? Störf kennara?