Skip to main content

Opinn fundur: Alræði í Evrópu - Þrjár rannsóknir

Opinn fundur: Alræði í Evrópu - Þrjár rannsóknir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. apríl 2018 17:00 til 19:00
Hvar 

Háskólatorg

101 (Ingjaldsstofa)

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 26. apríl kl. 17:00 mun dr. Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, halda erindi á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands um efni nýútkomins rits eftir sig, Totalitarianism in Europe: Three Case Studies. Fundurinn er í stofu HT101 (Ingjaldsstofu). 

Eftir hann, kl. 18:00–19:00, verður móttaka fyrir fundargesti á Litlu Torgi, við Hámu.

Rit Hannesar hefur að geyma þrjár rannsóknir hans. Hin fyrsta er á ævi og örlögum Elinors Lippers, en bók hennar, Ellefu ár í fangabúðum Stalíns, vakti mikla athygli á sínum tíma. Margt er þar þó látið ósagt. Önnur rannsóknin er á því, hvernig örlög tveggja Þjóðverja á Íslandi fyrir stríð fléttuðust saman: Henny Goldstein var flóttakona af Gyðingaættum, en Bruno Kress var styrkþegi Ahnenerbe, „rannsóknarstofnunar“ SS-sveitanna. Endurfundir þeirra 1958 urðu sögulegir. Þriðja rannsóknin er á málsvörn Halldórs K. Laxness fyrir stalínisma, en Hannes leitar skýringa á því, hvers vegna Laxness sagði Íslendingum ósatt um stjórnarfarið í kommúnistaríkjunum. Dr. Dalibor Rohac frá Slóvakíu mun bregðast við erindi Hannesar, en Bessí Jóhannsdóttir sagnfræðingur stjórnar fundinum. Rit Hannesar er liður í samstarfsverkefni RNH og ACRE um „Evrópu fórnarlambanna“.

Fundurinn verður í stofu HT101 (Ingjaldsstofu), fimmtudaginn 26. apríl kl. 17:00.

Opinn fundur: Alræði í Evrópu - Þrjár rannsóknir