Óbyggðirnar kalla. Loftslagsorðræða í ríki Pútíns | Háskóli Íslands Skip to main content

Óbyggðirnar kalla. Loftslagsorðræða í ríki Pútíns

Hvenær 
16. október 2018 16:15 til 17:15
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

stofa 008

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Því er stundum haldið fram að kosturinn við valdstjórnir sé sá að þær geti komið mörgu í verk. Þegar stjórnvöld séu háð almenningsáliti í sama mæli og tíðkast í frjálslyndum lýðræðisríkjum geti verið erfiðara að ná styrk til sársaukafullra eða óvinsælla aðgerða. Í fyrirlestrinum eru færð rök gegn þessari skoðun með því að skoða loftslagsumræðu – og orðræðu – í Rússlandi. Vandinn liggur ekki í ákvörðunum stjórnvalda heldur í umræðunni sjálfri, sem er stýrt af yfirvöldum. Í pólitískri umræðu í Rússlandi fer því fjarri að loftslagsmál hafi sama vægi og á Vesturlöndum og þess vegna vantar enn meira upp á að almenningur (og fjölmiðlar) móti þann skilning á hættumerkjum sem nauðsynlegur er til að breyta stefnu og réttlæta aðgerðir.

Facebook viðburður HÉR

Jón Ólafsson

Óbyggðirnar kalla. Loftslagsorðræða í ríki Pútíns