Skip to main content

Nýr prófessor við Sálfræðideild - Urður Njarðvík hlýtur framgang

Nýr prófessor við Sálfræðideild - Urður Njarðvík hlýtur framgang  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. september 2019 15:00 til 17:00
Hvar 

Lögberg

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Urður Njarðvík hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Sálfræðideild Háskóla Íslands.

Af því tilefni bjóðum við til viðburðar í Lögbergi, stofu 101 kl. 15.  Þar verður fjallað um feril Urðar en rannsóknir hennar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna. Að loknu erindinu verður boðið upp á veitingar hjá Sálfræðideild í Nýja Garði á 2. hæð. 

Urður Njarðvík er fædd þann 11. september 1970 í Gautaborg í Svíþjóð. Foreldrar hennar eru Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus og Bera Þórisdóttir fyrrverandi menntaskólakennari. Eiginmaður Urðar er Ívar Guðjónsson, viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn, Heiði og Baldur.

Urður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989 og BA námi í Sálfræði frá Háskóla Íslands 1993. Hún lauk mastersgráðu árið 1997 í Klínískri barnasálfræði frá Louisiana State University og doktorsprófi frá sama skóla árið 2000. Doktorsverkefni hennar fjallaði um túlkun foreldra barna með ADHD á hegðunarvanda og áhrif hennar á meðferðarsamþykki.

Eftir doktorsnám starfaði Urður á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Urður var ráðin lektor við Sálfræðideild árið 2008 og dósent 2013.

Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna, bæði þróun einkenna eftir aldri og tíðni fylgikvilla eins og kvíða og þunglyndis. Urður hefur jafnframt unnið að þróun meðferðarúrræða fyrir börn með hegðunarvanda þar sem áhersla er lögð á þjálfun í hugrænum þáttum.

Urður Njarðvík hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Af því tilefni bjóðum við til viðburðar í Lögbergi, stofu 101 kl. 15. Þar verður fjallað um feril Urðar en rannsóknir hennar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna. Að loknu erindinu verður boðið upp á veitingar hjá Sálfræðideild í Nýja Garði á 2. hæð. 

Nýr prófessor við Sálfræðideild - Urður Njarðvík hlýtur framgang