Skip to main content

Meistarafyrirlestur í tölvunarfræði - Henrý Þór Jónsson

Meistarafyrirlestur í tölvunarfræði - Henrý Þór Jónsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. september 2019 14:00 til 15:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

stofa 108

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Henrý Þór Jónsson

Heiti verkefnis: Equilibrium: Þróun tölvuleiks í hugbúnaðarumhverfi UE4

___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Leiðbeinandi: Hjálmtýr Hafsteinsson, dósent við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Prófdómari: Hörður Jóhannsson, þróunarstjóri Teledyne Gavia

Ágrip

Equilibrium er verkefni með þann tilgang að skoða hvernig er að vinna með þrautaleiki í Unreal leikjavélinni. Á þetta bæði að geta nýst sem leiðarljós fyrir aðra sem vilja feta í sömu fótspor og einnig sem stökkpallur inn í hinn villta heim tölvuleikjagerðar. Equilibrium er þróaður með innblæstri frá fornri hugmyndafræði, bæði um frumefni og blöndun þeirra sem og fullvitundar þrautaleikjum þar sem leikmenn vita um allar mögulegar aðgerðir andstæðingsins. Ritgerð þessi fjallar um framgang verkefnisins, undirbúningsfasa, gerð verkefnis og leiðir svo lesandann í gegnum hefðbundna spilun Equilibrium.