Skip to main content

Lokapartý Jafnréttisdaga!

 Lokapartý Jafnréttisdaga!  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. október 2017 20:00 til 23:00
Hvar 

KEX hostel

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Við setjum punktinn yfir Jafnréttisdaga með hip hop og hápólitískum umræðum um jafnréttismál. GKR og ALVIA stíga á svið, en kvöldið hefst með umræðum þar sem fulltrúar stjórnmálaflokka svara því hvert þeirra flokkar stefna í jafnréttismálum, hvað mál séu í forgangi og hvaða aðgerðum flokkarnir vilji beita. Lokahófið er skipulagt í sameiningu af Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.

TÁKNMÁLSTÚLKUN – Gestum á Jafnréttisdögum sem óska eftir táknmálstúlkun á tiltekna viðburði er bent á að senda tölvupóst á msteph@hi.is með eins góðum fyrirvara og kostur er.

Markmið Jafnréttisdaga er að tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun.