Skip to main content

Kynningarfyrirlestur prófessors: Anna Lind Pétursdóttir

Kynningarfyrirlestur prófessors: Anna Lind Pétursdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. febrúar 2024 15:30 til 17:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H -207

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Anna Lind Pétursdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Deild heilsueflingar, Íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði. Í tilefni af því verður haldin kynningarfyrirlestur prófessors þann 29. febrúar undir yfirskriftinni: Velferð allra barna: Leitað lausna við áskorunum í 30 ár

Anna Lind Pétursdóttir er prófessor í sálfræði, sérkennslu og atferlisgreiningu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk embættisprófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og doktorsprófi í sérkennslufræðum frá Minnesota háskóla árið 2006.

Anna Lind leggur áherslu á gagnreyndar aðferðir í kennslu og rannsóknum sínum til að mæta fjölbreyttum áskorunum í námi barna og þjálfun fagfólks og foreldra í beitingu þeirra. Rannsóknir hennar hafa þannig einkum falist í að innleiða og útfæra gagnreyndar aðferðir á vettvangi til að bæta námsframvindu, hegðun og líðan barna þegar hefðbundnar leiðir hafa ekki dugað til. Niðurstöðum rannsókna og reynslu hefur Anna Lind miðlað í fjölda fræðigreina, fyrirlestra og námskeiða, bæði innanlands sem á alþjóðlegum vettvangi. Anna Lind hefur hlotið ýmsa styrki til náms og rannsókna á undanförnum áratugum, þar á meðal doktorsstyrk úr Rannsóknarsjóði HÍ til að rannsaka áhrif bekkjarstjórnunar á líðan bæði nemenda og kennara – sem og verkefnisstyrk úr Rannís til að meta áhrif lestrarkennslu í fyrstu bekkjum grunnskóla á viðkvæma nemendahópa. 

Anna Lind var ráðinn í stöðu lektors í sálfræði við Menntavísindasvið, Háskóla Íslands árið 2008. Dósent í sálfræði árið 2010 og fékk framgang í stöðu prófessors við Háskóla Íslands árið 2018. Boðið verður upp á léttar veitingar að athöfn lokinni í Skála, Stakkahlíð.

Anna Lind Pétursdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Deild heilsueflingar, Íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði. Í tilefni af því verður haldin kynningarfyrirlestur prófessors þann 29. febrúar undir yfirskriftinni: Velferð allra barna: Leitað lausna við áskorunum í 30 ár

Kynningarfyrirlestur prófessors: Anna Lind Pétursdóttir