Skip to main content

Iain Reid: The dark and difficult aspects of human nature

Iain Reid: The dark and difficult aspects of human nature - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. apríl 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Fyrirlestrasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kanadíski rithöfundurinn Iain Reid er staddur á Íslandi á vegum Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík og heldur fyrirlestur um verk sín og aðlögun fyrstu skáldsögu hans að kvikmynd, í Veröld - húsi Vigdísar 27. apríl.

Iain Reid gaf út sínar fyrstu bækur, báðar endurminningar, árin 2010 og 2013. Endurminningar hans þykja gjörólíkar skáldsögum hans þar sem tónn fyrrnefndu bókanna er hlýlegur og fullur af kímni en skáldsögurnar eru nær því að vera sálfræðitryllar, óþægilegar og nístandi.

Fyrri skáldsaga hans, I’m Thinking of Ending Things, sem kom út árið 2016 jaðrar við að vera hryllingsbókmenntir. Skáldsögunni var afskaplega vel tekið, hún hefur verið þýdd á yfir 20 tungumál og kvikmyndagerðamaðurinn Charlie Kaufmann vinnur nú að gerð kvikmyndar eftir bókinni fyrir Netflix.

I’m Thinking of Ending This kom út hjá Bjarti árið 2018 og heitir í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar Ég er að hugsa um að slútta þessu.

Öll velkomin og aðgangur ókeypis. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

facebook

Iain Reid: The dark and difficult aspects of human nature

Iain Reid: The dark and difficult aspects of human nature