Skip to main content

Hæfni og pólitískar ráðningar

Hæfni og pólitískar ráðningar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. maí 2019 12:10 til 13:10
Hvar 

Lögberg

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Útbreidd spilling og óskilvirk stjórnvöld skapa alvarleg vandamál í heimi samtímans. Nýlegar rannsóknir hafa aukið skilning okkar á því hvernig mismunandi stjórnkerfi virka. Hins vegar vantar mikilvægan þátt í þær rannsóknir sem fyrir liggja, sem lýtur að því hvernig uppbygging stjórnsýslunnar – þar á meðal ráðningar og framakerfi – hefur áhrif á hversu vel stjórnvöldum gengur að sinna verkefnum sínum.

Til að varpa ljósi á þetta mun Carl Dahlström, prófessor við Gautaborgarháskóla og Quality of Government Institute, fjalla um bók sína, Organizing Leviathan (Cambridge University Press) og tengdar greinar, sem birst hafa í Political Research Quarterly og Journal of Politics. Hann heldur því fram að hættan á spillingu sé minni þar sem starfsframi starfsfólks í stjórnsýslu er ekki háður pólitískum samböndum, heldur mati jafningja. Í fyrirlestrinum mun Dahlström gera grein fyrir þessum hugmyndum, skoða raungögn sem styðja þau orsakatengsl sem kenningin snýst um og greina hvað má álykta á grundvelli fjölþjóðlegs gagnasafns þar sem meira en 100 ríki koma við sögu. Einnig  skoðar hann gagnasafn um lægri stjórnstig sem nær til 18 þúsund opinberra starfsmanna og meira en 1,4 milljón innkaupasamninga í 212 evrópskum héruðum.

Fundarstjóri verður Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram á ensku.

Carl Dahlström er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Gautaborg. Hann starfar við Quality of Government Institute, og hefur verið gistifræðimaður við Harvard University, Sciences Po (París) og Nuffield College (University of Oxford). Rannsóknir Dahlström snúast um hvernig best sé að skipulegga stjórnmálakerfið, einkum tengslin á milli stjórnsýslu og stjórnmála, og hvernig stuðla má að óflekkaðri, heiðarlegri og óspilltri stjórnsýslu.

Dahlström hefur birt rannsóknir sínar víða í virtum tímaritum svo sem The Journal of Politics, British Journal of Political Science, Governance; Journal of Public Policy; Journal of Public Administration Research and Theory og Public Administration. Auk þess hefur hann, ásamt öðrum, skrifað Organiizing Leviathan (Cambridge University Press); og ritstýrt, ásamt öðrum, Elites, Institutions, and the Quality of Government (Palgrave) auk Steering from the Centre: Strengthening Political Control in Western Democracies (University of Toronto Press).

 

 

Carl Dahlström er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Gautaborg. Hann starfar við Quality of Government Institute, og hefur verið gistifræðimaður við Harvard University, Sciences Po (París) og Nuffield College (University of Oxford).

Hæfni og pólitískar ráðningar