Skip to main content

Fyrirlestrar frá EMBL (Evrópska rannsóknarstofan í sameindalíffræði)

Fyrirlestrar frá EMBL (Evrópska rannsóknarstofan í sameindalíffræði) - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. ágúst 2022 10:00 til 12:00
Hvar 

Fróði fyrirlestrarsalur, Sturlugata 8 (Hús íslenskrar erfðagreiningar)

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Gestir frá EMBL (evrópsku rannsóknarstofunni í sameindalíffræði) í Heidelberg munu halda fyrirlestra í Fróða fyrirlestrarsal þann 9. ágúst kl. 10:00-12:00. EMBL er flaggskips rannsóknarstofa lífvísinda í Evrópu. Undir stofnuninni starfa 80 sjálfstæðir rannsóknarhópar sem stunda rannsóknir sem spanna breitt litróf sameindalíffræðinnar.

Peer Bork er forstöðumaður EMBL og mun halda fyrirlestur kl. 10:00 sem ber titilinn "Planetary Biology@EMBL: The TREC expedition and global microbiomics". Frekari upplýsingar um rannsóknarhóp Bork eru aðgengilegar hér.

Rainer Pepperkok er forstöðumaður kjarnaaðstöðu og þjónustuvísinda (e. Director of Scientific Core Facilities and Scientific Services) við EMBL og mun halda fyrirlestur kl. 10:30 sem ber titilinn "Mobile services & andvanced imaging at the beach". Frekari upplýsingar um rannsóknarhóp Pepperkok eru aðgengilegar hér.

Eftir fyrirlestrana er góður tími fyrir spurningar um umræður. Fyrirlestrarnir og umræður fara fram á ensku.