Skip to main content

Fullveldi: Hvað er það?

Fullveldi: Hvað er það? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. nóvember 2018 17:00 til 18:15
Hvar 

Norræna húsið

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Er til ein kjarnamerking hugtaksins fullveldi eða eru skoðanir skiptar um inntak þess? Hefur fullveldishugtakið breyst síðan 1918? Er skilningur Íslendinga á fullveldishugtakinu frábrugðinn því sem gerist í nágrannalöndum?

Þátttakendur: Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, Ragnhildur Helgadóttir prófessor í lögum, Birgir Ármannsson alþingismaður og Magnús K. Hannesson lögfræðingur.

Fundarstjóri: Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sögufélag og Háskólinn í Reykjavík efna til fundaraðar í nóvember með yfirskriftinni Fullveldi Íslands í 100 ár: Hugsjón og reynd. Tilgangur fundanna er að taka til umræðu fullveldishugmyndina í íslenskum stjórnmálum, þýðingu fullveldis fyrir samfélagsþróun á Íslandi og spurninguna um hvort þrengt hafi verið að fullveldi Íslands á síðustu áratugum.

Fundaröðin tengist útgáfu bókarinnar Frjálst og fullvalda ríki: Ísland 1918–2018 sem kom út 8. nóvember. Sögufélag gefur bókina út í samstarfi við Afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Í henni eru 10 greinar eftir 13 höfunda, lögfræðinga, sagnfræðinga og stjórnmálafræðinga sem skoða fullveldið frá ólíkum fræðilegum sjónarhornum.

Fundirnir eru þrír og eru haldnir í Norræna húsinu dagana 14., 21. og 26. nóvember kl. 17.00–18.15. Fjórir fræðimenn og stjórnmálamenn flytja stuttar framsögur þar sem fengist er við mikilvægar spurningar um fullveldið í hugsjón og reynd. Á eftir eru almennar umræður.

26. nóvember Fullveldið í hættu?

Hefur fullveldi Íslands einhvern tíma verið verulega skert síðan 1918? Er hætta á að Ísland glati fullveldinu í hendur ESB? Hvaða áhrif hefur það á fullveldið ef hluti valdheimilda ríkisins er framseldur annað?

Þátttakendur: Silja Bára Ómarsdóttir dósent í stjórnmálafræði, Finnur Magnússon lögmaður og aðjúnkt í lögfræði, Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður.

Fundarstjóri: Guðmundur Magnússon, blaðamaður

Frjálst og fullvalda ríki

Fullveldi: Hvað er það?