Skip to main content

Forysta í nýsköpun og breytingastjórnun

Forysta í nýsköpun og breytingastjórnun - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. maí 2024 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Rosabeth Moss Kanter, prófessor í viðskiptafræði við Harvard Business School í Bandaríkjunum, flytur erindi um forystu í nýsköpun og umbreytingu í samfélaginu í erindi í Hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 8. maí kl. 12. Erindið er öllum opið.

Í erindi sínu mun Kanter fjalla um þá eiginleika sem mikilvægir eru í umbreytingaforystu með áherslu á breytingar sem ná út fyrir einstök fyrirtæki og til stofnana og samfélags. Með dæmum mun hún fjalla um hvernig eigi að fást við jafn ógnvekjandi áskoranir eins og loftslagsbreytingar, jafnrétti kynjanna, kynþáttamismunun, flóttamannavandann og heimsfaraldra með breyttum hugsunarhætti og nýjum leiðum til aðgerða. Jafnframt verður rýnt í hvar andstöðu við breytingar er helst að finna og aðferðir við að afla stuðnings við breytingar. Þá verður fjallað um hvernig litlar en hugvitsamar nýsköpunarhugmyndir geta vaxið og orðið lausnir við stærri vanda.

Rosabeth Moss Kanter er Ernest L. Arbuckle prófessor við Harvard Business School og hefur sérhæft sig í stefnumótun, nýsköpun og breytingastjórnun. Hún er meðstofnandi Harvard University-wide Advanced Leadership Initiative og stýrði stofnuninni á árunum 2008-2018 en á þeim tíma varð stofnunin að alþjóðlegri fyrirmynd fyrir nýja tegund háskólamenntunar sem undirbýr leiðtoga í fremstu röð fyrir áskoranir heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Kanter er höfundur og meðhöfundur 20 bóka og nýjasta bók hennar ber heitið „Think Outside the Building: How Advanced Leaders Can Change the World One Smart Innovation at a Time.“

Rosabeth Moss Kanter, prófessor í viðskiptafræði við Harvard Business School í Bandaríkjunum, flytur erindi um forystu í nýsköpun og umbreytingu í samfélaginu í erindi í Hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 8. maí kl. 12. Erindið er öllum opið.

Forysta í nýsköpun og breytingastjórnun