Skip to main content

Evrópski tungumáladagurinn

Evrópski tungumáladagurinn - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. september 2019 16:30 til 18:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Fyrirlestrasalur VHV023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og STÍL – samtök tungumálakennara á Íslandi standa fyrir málþingi í tilefni af Evrópska tungumáladeginum í Veröld – húsi Vigdísar þann 26. september næstkomandi kl. 16:30. Dagskráin er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Á málþinginu verður sjónum beint að framburði og framburðarkennslu. Marc Daniel Skibsted Volhardt og Ásta Ingibjartsdóttir verða með erindi og að þeim loknum fara fram umræður um framburðarkennslu.

Marc Daniel Skibsted Volhardt: Sérhljóðahlaðborð dönskunnar
Hvernig er danska hljóðfræðilega ólík mörgum nágrannamálanna, hvað einkennir hljóðkerfi hennar og ekki síst: hverjar eru helstu áskoranirnar fyrir íslenskumælandi fólk sem lærir dönsku?

Ásta Ingibjartsdóttir: Að fá lánuð orð
Notkun leiklistar til stuðnings framburði og tjáningu á erlendu tungumáli.

Að þeim loknum verður dagskráin færð í alrýmið fyrir framan salinn þar sem fram fara umræður um framburðarkennslu hvers tungumáls fyrir sig á sérstökum borðum. Tungumálin sem um ræðir eru danska, enska, franska, íslenska, spænska og þýska. Umræður um öll tungumálin fara fram samtímis og er því hægt að velja sér borð eftir því sem við á. Á hverju borði verða borðstjórar sem stjórna umræðum.

Boðið verður upp á veitingar í lok málþings.

Evrópski tungumáladagurinn

Evrópski tungumáladagurinn