Skip to main content

Breytt öryggisumhverfi smáríkja í Evrópu

Breytt öryggisumhverfi smáríkja í Evrópu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. nóvember 2019 11:30 til 12:30
Hvar 

Oddi 206, Háskóla Íslands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á þessum opna fundi mun Gigi Gigiadze, sendiherra Georgíu gagnvart Danmörku og Íslandi, ræða breytt öryggisumhverfi Evrópu út frá sjónarhóli Georgíu. Hann mun sérstaklega fjalla um versnandi öryggishorfur í Austur-Evrópu og aukið vægi Svartahafssvæðisins í því samhengi. Sendiherrann mun leggja mat á viðkvæmt öryggisumhverfi á Svartahafssvæðinu og áhrif þess til framtíðar á samvinnu Atlantshafsbandalagsins, Evrópusambandsins og nágrannaríkja þess.

Gigi Gigiadze, hefur unnið sem sendiherra Georgíu gagnvart Danmörku og Íslandi frá því 1. desember 2016. Áður hefur Gigiadze starfað sem aðstoðarutanríkisráðherra Georgíu og sem aðalsamningamaður Georgíu gagnvart Evrópusambandinu varðandi (VLAP) Visa Liberalization Action Plan.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.