Skip to main content

Bilin brúuð: Framfarir í ofurheitri orkuvinnslu

Bilin brúuð: Framfarir í ofurheitri orkuvinnslu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. maí 2024 9:00 til 13:00
Hvar 

Björtuloft í Hörpu

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Samstarfsvettvangurinn GEORG, sem Háskóli Íslands á aðild að og leiðir, stendur fyrir vinnustofu í samstarfi við Clean Air Task Force um ofurheitan jarðhita í Björtuloftum í Hörpu þriðjudaginn 28. maí kl. 9-13. Um er að ræða hliðarviðburð við ráðstefnuna Iceland Geothermal Conference, sem fer fram í Hörpu 28.-30. maí.

Rýnt verður niðurstöður fimm lykilskýrslna þar sem fjallað er um forsendur fyrir vinnslu orku og hita úr ofurheitu bergi (yfir 400 gráðum) í heiminum. Um er að ræða orkuuppsprettu sem sannarlega er þess virði að fjárfesta í en lítið hefur verið fjallað um hana í umræðunni um orkuskipti. Með réttri fjármögnun og stuðningi stefnumótenda getur orkan gjörbylt orkukerfi heimsins því um er að ræða endurnýjanlegan orkugjafa sem er alltaf aðgengilegur, á samkeppnishæfu verði og kolefnislaus. Enn á þó eftir að sigrast á ákveðnum tæknilegum þröskuldum áður en hægt er að vinna orkuna á stórum skala og það er m.a. viðfangsefni vinnustofunnar.

Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum en takmarkaður sætafjöldi. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á vef GEORG

Samstarfsvettvangurinn GEORG, sem Háskóli Íslands á aðild að og leiðir, stendur fyrir vinnustofu í samstarfi við Clean Air Task Force um ofurheitan jarðhita í Björtuloftum í Hörpu þriðjudaginn 28. maí kl. 9-13. Um er að ræða hliðarviðburð við ráðstefnuna Iceland Geothermal Conference, sem fer fram í Hörpu 28.-30. maí.

Bilin brúuð: Framfarir í ofurheitri orkuvinnslu