Skip to main content

Bálkakeðjutæknin og GDPR: hvernig beitum við nýju regluverki á nýja tækni?

Bálkakeðjutæknin og GDPR: hvernig beitum við nýju regluverki á nýja tækni? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. nóvember 2019 15:00 til 16:00
Hvar 

VR-II

Stofa 157

Nánar 
Öll velkomin

Erna Sigurðardóttir flytur erindi á fyrirlestraröðinni Rafmyntir á þriðjudögum. Erindi hennar ber heitið Bálkakeðjutæknin og GDPR: hvernig beitum við nýju regluverki á nýja tækni?

Erna er lögfræðingur og starfar hjá Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte ásamt því að sitja í stjórn VERTOnet, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni og Gæðaráði íslenskra háskóla.

Hún hefur sérstakan áhuga á lögfræðilegum álitaefnum tengdum nýrri tækni. Einnig hefur hún mikinn áhuga á menntamálum og telur mikilvægt að lögfræðingar tileinki sér nýja þekkingu og færni í takt við öra tækniþróun svo að þeir búi yfir hæfni til þess að takast á við þau álitaefni sem upp geta komið í tengslum við tækninýjungar.

Erna skrifaði meistararitgerð um bálkakeðjutæknina og stjórnarhætti fyrirtækja og rannsakaði hvort að það væri tækifæri til að styrkja hlutverk hluthafafunda og auka þátttöku hluthafa með bálkakeðjutækninni.

Rafmyntir á þriðjudögum er fyrirlestrarröð Háskóla Íslands um rafmyntir. Fyrirlestrarnir fara fram alla þriðjudaga kl 15:00 í VR-II, stofu 157 og er markmiðið að kafa ofan í alla anga rafmynta og undirliggjandi tækni.

Erna Sigurðardóttir

Bálkakeðjutæknin og GDPR: hvernig beitum við nýju regluverki á nýja tækni?