Skip to main content

Alþjóðleg ráðstefna um stafræn hugvísindi

Alþjóðleg ráðstefna um stafræn hugvísindi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. maí 2024 12:00 til 30. maí 2024 14:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

DHNB (Digital Humanities in the Nordic and Baltic countries) ráðstefnan verður haldin á vegum Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista við Háskóla Íslands dagana 27. til 31. maí. Þar koma saman rannsakendur á sviði stafrænna hugvísinda við háskóla, söfn og aðrar stofnanir sem fást við menningu, listir og tungumál.

Þórhallur Magnússon, rannsóknaprófessor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands, heldur lokafyrirlesturinn sem verður öllum opinn. 

Í tengslum við ráðstefnuna eru haldnar vinnustofur fyrir þau sem vilja þjálfun í ákveðinni aðferðafræði við stafrænar rannsóknir. Ráðstefnan sjálf verður sett kl. 13 miðvikudaginn 29. maí og hægt er að skrá sig til þátttöku á staðnum.

Nánari upplýsingar um dagskrá.

Þórhallur Magnússon, rannsóknaprófessor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands.

Alþjóðleg ráðstefna um stafræn hugvísindi