Skip to main content

4. þáttur - Heilsuhegðun ungra Íslendinga

4. þáttur - Heilsuhegðun ungra Íslendinga - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. júní 2021 16:00 til 17:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heilsuhegðun ungra Íslendinga er nýtt vísindahlaðvarp um heilsu og lifnaðarhætti ungs fólks hér á landi. Hlaðvarpið byggir á samnefndri langtímarannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands. Í hverjum þætti eru fengnir til samtals vísindamenn sem koma að rannsókninni og ræða þeir niðurstöður sínar á mannamáli við ungt fólk á framhaldsskólaaldri.

Í fjórða þætta fjallar dr.  Ársæll Arnarson prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði um félagsleg líðan og heilsu. Þær Bára Björg Ólafsdóttir og Björk Bjarnadóttir úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ spjalla við hann um einelti, samfélagsmiðla og hvað það merkir að vera unglingur. Varpað er upp spurningum um hvernig efla megi og styrkja þessa mikilvægu heilsufarsþætti hjá ungu fólki í nútímaþjóðfélagi.  

Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum og á heilsuhegðun.hi.is

Heilsuhegðun ungra Íslendinga er nýtt vísindahlaðvarp um heilsu og lifnaðarhætti ungs fólks hér á landi.